fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Mandela var að losna úr fangelsi og allt var sett á ís – Þorvaldur sat í klefanum með kostulegum Clough

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 10:30

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafði áhrif á knattspyrnuleiki á Englandi þegar Nelson Mandela losnaði úr fangelsi árið 1990 í Suður-Afríku, Þorvaldur Örlygsson sem lék með Nottingham Forest á þessum tíma upplifði það á eigin skinni.

Þorvaldur var að undirbúa sig undir leik með Nottingham gegn Coventry í undanúrslitum bikarsins þegar sú staða kom upp að Mandela var að losna úr fangelsi.

Getty Images

„Það eru bara tveir varamenn leyfðir, þegar þú dettur út þá er erfitt að komast inn. Þá ferðast þú í marga leiki og ert upp í stúku, ég spilaði í undanúrslitum sama dag og Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi,“ segir Þorvaldur um þennan eftirminnilega dag árið 1990 við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Leiknum var frestað vegna þess að Mandela var að losna út og BBC vildi sýna það beint og fresta leiknum. „Leiknum okkar var frestað um þrjá eða fjóra klukkutíma vegna þess. Lögreglustjórinn kemur inn og Brian Clough situr á bekknum, hann segir að það sé bein útsending frá því þegar Mandela losnar úr fangelsi á BBC og að það þurfi að seinka leiknum“

Getty Images

Brian Clough er einn skemmtilegasti karakterinn í sögu enska boltann og hann sló á létta strengi.

„Clough segir „Hvaða vitleysa er þetta, skiptir einhverju máli hvort hann sé í þrjá eða fjóra tíma í viðbót inni. Hann er búinn að vera í fangesli 45 ár“. Þetta var ekta augnablik, við sátum inni í klefa á meðan Mandela losnaði úr fangelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar