fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Maradona um “Hendi Guðs“: Dreymir um að skora annað svona mark

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 26. október 2020 18:42

Maradona átti farsælan feril með Argentínska landsliðinu - Hendi guðs er eitt umdeildasta atvik knattspyrnusögunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska knattspyrnugoðsögnin, Diego Armando Maradona, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar, fagnar 60 ára afmæli sínu í vikunni.

Maradona skoraði eitt umdeildasta mark knattspyrnusögunnar þegar hann skoraði með vinstri hendinni í 2-1 sigri gegn Englandi í 8-liða úrslitum Heimeistarakeppninnar í Mexíkó árið 1986. Markið hefur fengið viðurnefnið „Hendi guðs“.

Í viðtali við France Football á dögunum var Maradona spurður að því hvað hann myndi vilja í 60 ára afmælisgjöf.

„Mig dreymir um að skora annað mark gegn Englandi, núna myndi ég vilja gera það með hægri hendi,“ svaraði Maradona kíminn.

Maradona hefur áður neitað að biðjast afsökunar á markinu. Í hans augum er markið táknræn hefnd gegn Englandi fyrir Falklandseyjastíðið. En það var stríð milli Bretlands og Argentínu um yfirráð yfir Falklandseyjum. Stríðið stóð yfir í tíu vikur og lauk með uppgjöf Argentínu.

Argentínska landsliðið fór alla leið á Heimsmeistaramótinu 1986 og stóð uppi sem heimsmeistari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga