fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Valdi ekki dýrasta leikmanninn í draumaliðið – Sjáðu hverja hann valdi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 25. október 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, fékk áskorun á Twitter en aðdáandi bað hann um að velja draumalið samansett einungis úr leikmönnum Manchester United, bæði fyrrum og núverandi. Eina reglan var að hann mátti ekki velja neina leikmenn frá Bretlandseyjum.

Neville tók áskoruninni en athygli vekur að hann valdi ekki dýrasta leikmanninn í sögu félagsins, Paul Pogba. Pogba, sem er franskur, var keyptur fyrir 89 milljónir punda, eða rúmlega 16 milljarða í íslenskum krónum, árið 2016.

Þá vakti það einnig athygli að Neville hafi valið argentínska varnarmanninn Juan Sebastián Verón en hann lék við hlið Neville á sínum tíma. Hann vann deildina með Manchester United árið 2003 en var þó að mati flestra langt frá því að vera frábær. Hann kom til liðsins frá Lazio fyrir 28 milljónir punda eða um 5 milljarða í íslenskum krónum og fór til Chelsea eftir einungis tvö tímabil.

„Veron? Í alvörunni?“ sagði einn stuðningsmaður Manchester United á Twitter um valið. „Ég myndi frekar velja Anderson en Veron,“ sagði annar

Hér fyrir neðan má sjá liðið sem Neville valdi í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Í gær

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli