fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Vann við að leggja múrsteina í fyrra en fékk samning hjá Newcastle – Besti vinur hans er stjarna liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle hefur samið við 23 ára framherja sem heitir Florent Indalecio sem fáir knattspyrnuáhugamenn þekkja. Kannski góð ástæða fyrir því enda lék Indalecio í fjórðu deild í Ástralíu á síðustu leiktíð og vann við að leggja múrsteina.

Það sem vekur kannski mesta athygli er að Indalecio er besti vinur Allan Saint-Maximin sem er stjarna Newcastle og besti maður liðsins.

Indalecio kom á reynslu til Newcastle í sumar þegar hann var að heimsækja Saint-Maximin og hefur nú fengið samning. „Við höfum tekið áhættu og sjáum hvernig þetta fer í ár,“ sagði Steve Bruce stjóri Newcastle.

„Hann kom með Allan til reynslu í sumar, hann hefur æft með varaliðinu síðustu sex vikur. Hann hefur eitthvað.“

Hann var í unglingastarfi St-Etienne en var sparkað út þegar hann var 15 ára gamall vegna þess að hann hagaði sér illa.

„Hvort hann verði nógu góður til að spila fyrir Newcastle, við sjáum hvernig þetta þróast. Við gefum honum tækifæri.“

Bruce segir að ekki sé rétt að Indalecio hafi fengið samning vegna vináttu sinnar við Saint-Maximin. „Það hjálpar að Allan er vinur hans en ekki misskilja mig, hann fær ekki bara samning vegna vináttu sinnar við Allan. Hann er með smá hæfileika, annar væri hann ekki að koma hér inni.“

Hann skoraði huggulegt mark á reynslunni í sumar eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga