fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Arteta um Özil – „Ég var sanngjarn við hann“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 20:05

Özil og Arteta. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Mesut Özil, leikmaður félagsins, hafi fengið sanngjarna meðferð hjá sér. Það varð ljóst í gær að Özil yrði ekki hluti af úrvalsdeildarhóp Arsenal.

„Þetta er ákvörðun mín út frá knattspyrnulegum ástæðum. Hann hefur fengið sín tækifæri eins og aðrir leikmenn hjá félaginu. Ég er sorgmæddur yfir því að þurfa skilja leikmenn eftir utan hóps,“ sagði Arteta í viðtali sem birtist á heimasíðu Arsenal.

Arteta segist taka fulla ábyrgð á þessari ákvörðun, það sé hann sem eigi að ná því besta út úr leikmönnum sínum.

„Ég tek ákvarðanir með það til hliðsjónar að ná því besta úr leikmannahópnum og ná í úrslit. Til þess að gera það reyni ég að vera sanngjarn við hann (Özil) og aðra leikmenn með það markmið að vernda hagsmuni félagsins,“ sagði Arteta.

Knattspyrnustjórinn segir að honum hafi mistekist að ná því besta úr leikmanninum.

„Ég á að ná því besta út úr leikmönnum mínum. Mér finnst ég að eitthverju leyti hafa brugðist því ég vil besta Özil fyrir liðið, ég var nálægt því í nokkur skipti en á heildina litið hef ég ekki náð því og hef þurft að skilja hann eftir utan hóps,“ sagði Arteta

Mesut Özil var skiljanlega ekki sáttur með að hafa ekki verið valinn í úrvalsdeildarhópinn og birti færslu á Twitter til að viðra þá skoðun sína.

„Það er erfitt að skrifa stuðningsmönnum Arsenal þessi skilaboð eftir að hafa verið hérna um langt skeið. Ég er sár yfir þeirri staðreynd að ég komist ekki í þennan hóp fyrir ensku úrvalsdeildina, ég skrifaði undir nýjan samning við Arsenal árið 2018 og vildi þar sanna ást mína og hollustu við félagið. Það særir mig að fá það sama ekki til baka, það er lítið traust,“ sagði í færslu Özil á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki