fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Arnar sagðist ekki vera að tala með rassgatinu á sér en viðurkennir nú mistök

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. október 2020 11:30

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í efstu deild karla í knattspyrnu segist hafa gert mistök í aðdraganda Íslandsmótsins þegar hann sagði Víkinga eiga möguleika á því að vinna deildina. Þetta kemur fram í mjög svo áhugaverðu viðtali við sem Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net tók við Arnar í gær.

Arnar viðurkenndi mistök sín eftir tapið gegn KR í gær en Víkingum var spáð um miðja deild fyrir mót. Þá spá taldi Arnar vera tóma þvælu.

„Ég gerði mistök í aðdraganda þessa móts með því að tala okkur upp í titilbaráttu. Ég finn það núna. Þetta var ákveðið reynsluleysi í mér. Ekki að ég hafi ekki trúað því og strákarnir en þetta bjó til óþarfa spennu í hópnum, þeir voru yfirspenntir. Við vorum að fá á okkur fullt af rauðum spjöldum og menn urðu örvæntingarfullir þegar sigrarnir voru ekki að koma,“ sagði Arnar í viðtalinu við Fótbolta.net.

Arnar sagði fyrir mót að Víkingur væri með lið til að vinna deildina og sagðist ekki vera að tala með rassgatinu á sér, eins og hann orðaði það. Víkingar sitja nú í tíunda sæti deildarinnar. „Ég er ósammála þessari spá svo ég tali hreina íslensku. Við verðum pottþétt ofar en þetta,“ sagði Arnar þegar Fótbolti.net spáði þeim 5 sæti.

„Markmiðið er klárlega að berjast um titilinn. Þetta verður epic mót. Það er sjaldan sem ég man eftir svona mörgum liðum sem eiga góða möguleika. Stundum tala lið með rassgatinu og þykjast eiga góðaa möguleika en það eru sex lið sem eiga séns á titlinum, ef menn hitta á réttan dag og sleppa með meiðsli,“ sagði Arnar við Fótbolta.net 2 júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
433Sport
Í gær

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Í gær

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni