fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Skammast sín ekki fyrir það sem hann gerði – „Það var ég eða hann“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. október 2020 11:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Brewitt, fyrrum akademíu leikmaður Liverpool, hefur nú viðurkennt að hann reyndi meðvitað að meiða liðsfélaga sinn svo hann gæti fengið tækifæri með aðalliðinu.

Brewitt segist hafa verið örvæntingafullur og að hann hafi viljað stíga upp í aðalliðið. Þegar stór hluti aðalliðsins glímdi við meiðsli á tímabilinu 2015/2016 sá Brewitt tækifæri. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, þurfti að notast við leikmenn í akademíunni í næsta leik liðsins í FA bikarnum gegn Exeter. Brewitt vildi fá að spila þann leik en til þess þurfti hann að vera valinn fram yfir annan varnarmann, Daniel Cleary.

„Það var ég eða hann“

Brewitt ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og meiða Cleary á æfingu svo hann myndi sjálfur fá tækifærið með aðalliðinu. „Ég ætlaði að gera hvað sem ég þyrfti að gera,“ sagði Brewitt í hlaðvarpinu . „Ef það þýddi að ég þyrfti að meiða einhvern eða eyðileggja samband mitt með einhverjum þá ætlaði ég samt að gera það. Ég var bara svo örvæntingafullur, ég varð að spila fyrir Liverpool og það var allt sem ég vildi nokkurn tíma gera.“

Í hlaðvarpinu sagði Brewitt frá því að þeir Cleary hefðu áður verið fínir félagar. „Ég og hann náðum alltaf vel saman en ef ég á að vera hreinskilin, þá held ég að ég hafi eyðilagt það samband. Ég tók ákvörðunina, það var ég eða hann, svo ég elti hann um á æfingum,“ sagði hann. „Milli jóla og nýárs þá setti ég sjálfan mig alltaf við hlið hans í leikjum á æfingum og sparkaði bara í hann. Ég var ekki að reyna að meiða hann illa, bara nógu mikið svo hann gæti ekki spilað leikinn.“

„Ég skammast mín ekki“

Brewitt segir að þegar um vika var í stóra leikinn hafi hann séð tækifæri til að meiða hann. „Þetta var slæm tækling – ég vissi að þetta væri slæm tækling, ég gerði þetta viljandi og ég er ekki rosalega stoltur af því. Ég skammast mín ekki fyrir þetta heldur samt, því ég hugsaði að þetta væri annað hvort ég eða hann og ég valdi mig.“

Þrátt fyrir að Cleary hafi ekki náð að spila þennan leik vegna meiðslana þá fékk Brewitt ekki tækifærið sitt. Hann uppskar það sem hann sáði og meiddist sjálfur seinna í vikunni en hann fékk heilahristing og gat ekki spilað í leiknum. Hann fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ tekur ákvörðun á morgun

KSÍ tekur ákvörðun á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“
433Sport
Í gær

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma
433Sport
Í gær

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“

Carragher varði Pickford – „Svona hlutir geta gerst“