fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Jafntefli í baráttunni um Bítlaborgina

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 17. október 2020 13:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í grannslag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Goodison Park í Liverpool í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom inn á þegar 72. mínútur voru liðnar af leiknum.

Everton hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessu. Liverpool vildi komast aftur á beinu brautina eftir slæmt tap gegn Aston Villa í seinustu umferð.

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir með fyrsta marki leiksins er hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson á 3. mínútu.

Everton fékk hornspyrnu á 19. mínútu. James Rodriguez tók spyrnuna, hún rataði á kollinn á Michael Keane sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.

Á 72. mínútu barst boltinn til Mohamed Salah í vítateig Everton. Hann skaut að marki og kom Liverpool yfir.

Leikmenn Everton neituðu hins vegar að gefast upp. Á 81. mínútu Skoraði Dominic Calvert-Lewin sitt sjöunda mark í deildinni þegar hann jafnaði leikinn.

Á 88. mínútu fékk Richarlison, leikmaður Everton, rauða spjaldið fyrir tæklingu á Thiago Alcantara. Everton lék því manni færri síðustu mínúturnar.

Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, kom boltanum í netið í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan því 2-2 jafntefli. Everton er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 13 stig. Liverpool er í 2. sæti með 10 stig.

Everton 2 – 2 Liverpool
0-1 Sadio Mané (‘3)
1-1 Michael Keane (’19)
1-2 Mohamed Salah (’72)
2-2 Dominic Calvert-Lewin (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár