fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Jafntefli í baráttunni um Bítlaborgina

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 17. október 2020 13:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í grannslag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Goodison Park í Liverpool í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom inn á þegar 72. mínútur voru liðnar af leiknum.

Everton hafði unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessu. Liverpool vildi komast aftur á beinu brautina eftir slæmt tap gegn Aston Villa í seinustu umferð.

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir með fyrsta marki leiksins er hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson á 3. mínútu.

Everton fékk hornspyrnu á 19. mínútu. James Rodriguez tók spyrnuna, hún rataði á kollinn á Michael Keane sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.

Á 72. mínútu barst boltinn til Mohamed Salah í vítateig Everton. Hann skaut að marki og kom Liverpool yfir.

Leikmenn Everton neituðu hins vegar að gefast upp. Á 81. mínútu Skoraði Dominic Calvert-Lewin sitt sjöunda mark í deildinni þegar hann jafnaði leikinn.

Á 88. mínútu fékk Richarlison, leikmaður Everton, rauða spjaldið fyrir tæklingu á Thiago Alcantara. Everton lék því manni færri síðustu mínúturnar.

Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, kom boltanum í netið í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan því 2-2 jafntefli. Everton er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 13 stig. Liverpool er í 2. sæti með 10 stig.

Everton 2 – 2 Liverpool
0-1 Sadio Mané (‘3)
1-1 Michael Keane (’19)
1-2 Mohamed Salah (’72)
2-2 Dominic Calvert-Lewin (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn