fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Setja pressu á KSÍ að gefast ekki upp – „Hreyfingin mun bera mikinn skaða“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi félaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem KSÍ er beðið um að reyna að halda öllum mótum áfram ef kostur er á. Í reglugerð KSÍ kemur fram að það eigi að reyna að klára öll mót fyrir 1 desember.

Fjöldi félaga vill blása mótið af núna, flest hafa hagsmuni af því að láta blása mótið af núna. Félögin sem senda yfirlýsinguna hér að neðan hafa mikinn hag af því að klára mótið, þau geta komist upp um deildir eða sloppið við fall ef Íslandsmótin verða kláruð.

Mikil átök eru innan hreyfingarinnar um það hvort halda eigi mótinu áfram eða blása það, reglugerð KSÍ gefur sambandinu leyfi til að blása allt af þegar búið er að leika 2/3 hluta af mótinu eins og staðan er.

Yfirlýsingin:
Eftirfarandi félög hvetja KSÍ að halda Íslandsmótum í knattspyrnu áfram til 1. desember n.k. Skoðun okkar er að það á að klára öll mót svo að allir njóti sanngjarnrar lokaniðurstöðu.

Hreyfingin mun bera mikinn skaða af því að hlusta eingöngu á raddir félaga sem halda uppi áróðri í fjölmiðlum um bestu niðurstöðu sinna félaga í öllum deildum Íslandsmótsins.

Í reglugerð KSÍ um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19) segir í gr. 4.4. Öllum leikjum í Íslandsmótum skal vera lokið eigi síður en 1. desember 2020 og verður einstökum leikjum eða mótum meistaraflokka ekki frestað aftur fyrir þann tíma.

Félög sem senda þessa yfirlýsingu eru:
Álftanes
Fram
Haukar
Leiknir F
Magni
Njarðvík
Víðir
Vængir Júpíters
Þróttur V

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar