fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Þessi ráð Bjarka til Rúriks hafa reynst honum lærdómsrík – „Ótrúlegur karakter sem fór frá okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason knattspyrnumaður lærði að vera með báður fætur á jörðinni þegar hann sá æskuvin sinn berjast við krabbamein til fjölda ára. Bjarki Már Sigvaldason hafði háð harða baráttu við krabbamein í sjö ár þegar hann lést á síðasta ári. Rúrik ræðir málið við Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein.

Bjarki lést fimmtudaginn 27. júní árið 2019 á líknardeild Landspítalans eftir 7 ára baráttu við krabbamein. Hann lét eftir sig eiginkonu og unga dóttur. Bjarki lést, langt fyrir aldur fram en hugsunarháttur hans í gegnum veikindin hreyfði við mörgum.

„Hvernig hann gerði það var líka virðingarvert,“ segir Rúrik í viðtali við hlaðvarpið en Vísir.is  sagði fyrst frá. Rúrik og Bjarki höfðu alist upp saman í Kópavoginum og voru afar efnilegir knattspyrnumenn.

„Hann kvartaði aldrei ef ég hugsa til baka og hugsa heildarmyndina, algjört æðruleysi sem var aðdáunarvert. Þetta er ótrúlegur karakter sem fór frá okkur þar.“

Bjarki með dóttur sína.

Rúrik segist hafa dregið mikinn lærdóm af þessu ferli Bjarka. „Þetta kenndi manni það að vera með báða fætur á jörðinni, því við eigum það öll til að vera að kvarta yfir hlutum sem við eigum engan rétt á að vera að kvarta yfir. Ég var og er sennilega enn þann dag í dag, einn af þeim sem á það til.“

Rúrik segir að lærdómurinn af orðum Bjarka hafi verið honum dýrmætur. „Ég var oft upptekinn af því að kaupa hitt og þetta og eignast hitt og þetta. Hann kenndi mér að sá sem verður aldrei þakklátur fyrir það sem hann á og hefur, hann mun aldrei eignast neitt.“

Í viðtalinu  ræðir hann einnig hvernig það var að missa móður sína fyrr á þessu ári en hún hafði barist við hvítblæði. „Þetta er ótrúlega mikill missir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ