fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Þessi ráð Bjarka til Rúriks hafa reynst honum lærdómsrík – „Ótrúlegur karakter sem fór frá okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason knattspyrnumaður lærði að vera með báður fætur á jörðinni þegar hann sá æskuvin sinn berjast við krabbamein til fjölda ára. Bjarki Már Sigvaldason hafði háð harða baráttu við krabbamein í sjö ár þegar hann lést á síðasta ári. Rúrik ræðir málið við Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein.

Bjarki lést fimmtudaginn 27. júní árið 2019 á líknardeild Landspítalans eftir 7 ára baráttu við krabbamein. Hann lét eftir sig eiginkonu og unga dóttur. Bjarki lést, langt fyrir aldur fram en hugsunarháttur hans í gegnum veikindin hreyfði við mörgum.

„Hvernig hann gerði það var líka virðingarvert,“ segir Rúrik í viðtali við hlaðvarpið en Vísir.is  sagði fyrst frá. Rúrik og Bjarki höfðu alist upp saman í Kópavoginum og voru afar efnilegir knattspyrnumenn.

„Hann kvartaði aldrei ef ég hugsa til baka og hugsa heildarmyndina, algjört æðruleysi sem var aðdáunarvert. Þetta er ótrúlegur karakter sem fór frá okkur þar.“

Bjarki með dóttur sína.

Rúrik segist hafa dregið mikinn lærdóm af þessu ferli Bjarka. „Þetta kenndi manni það að vera með báða fætur á jörðinni, því við eigum það öll til að vera að kvarta yfir hlutum sem við eigum engan rétt á að vera að kvarta yfir. Ég var og er sennilega enn þann dag í dag, einn af þeim sem á það til.“

Rúrik segir að lærdómurinn af orðum Bjarka hafi verið honum dýrmætur. „Ég var oft upptekinn af því að kaupa hitt og þetta og eignast hitt og þetta. Hann kenndi mér að sá sem verður aldrei þakklátur fyrir það sem hann á og hefur, hann mun aldrei eignast neitt.“

Í viðtalinu  ræðir hann einnig hvernig það var að missa móður sína fyrr á þessu ári en hún hafði barist við hvítblæði. „Þetta er ótrúlega mikill missir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Í gær

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu