fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
433Sport

Plús og mínus – Hetjuleg barátta með veiruna hangandi yfir sér

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 20:37

Freyr og Hamren í glugganum í gær. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland háði hetjulega baráttu gegn besta landsliði í heimi á Laugardalsvelli í kvöld. Belgía vann 1-2 sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni.

Undirbúningur Íslands fyrir leikinn var flókinn, sex lykilmenn voru meiddir eða yfirgáfu herbúðirnar eftir leikinn gegn Dönum á sunnudag.

Allt starfsliðs Íslands var svo sett í sóttkví í gær eftir að smit kom upp þar, liðið átti í vök að verjast framan af leik og Romelu Lukaku kom Belgum yfir með fínu marki eftir mistök í vörn Íslands.

Birkir Már Sævarsson jafnaði svo leikinn eftir frábær sendingu frá Rúnari Sigurjónssyni. Lukaku náði sér svo í vítaspyrnu þegar Hólmar Örn Eyjólfsson braut klaufalega af sér. Lukaku fór á punktinn og skoraði örugglega.

Staðan var 1-2 í hálfleik og þannig lauk leiknum. Fín frammistaða í Laugardalnum og eitthvað til að byggja á.

Plús og mínus er hér að neðan..

Plús:

Það urðu margir glaðir að sjá „gamla“ manninn Birki Má Sævarsson aftur í bláu treyjunni og hann átti frábæran leik. Markið gott og var sífellt ógnandi fram á við í síðari hálfleik.

Albert Guðmundsson var klókur að finna svæði á milli miðju og varnar Belga og var oft nálægt því að þræða samherja sína í gegn.

Hetjuleg barátta íslenska liðsins sem var þunnskipað og með kórónuveiruna hangandi yfir sér í aðdraganga leiksins. Vel gert strákar þó tapið hafi verið súrt.

Mínus:

Klaufaleg mistök hjá Herði Björgvini í fyrsta marki Belga þegar hann leggur boltann fyrir Romelu Lukaku og klaufalegt brot Hólmars í öðru markinu voru dýrkeypt.

Það var slæmt að sjá Birki Bjarnason og Hörð Björgvin Magnússon meiðast seint í leiknum, þriðji leikurinn þeirra á sex dögum á þungum Laugardalsvelli.

Ísland er með tapinu fallið úr A-deild í Þjóðadeildinni, það er fúllt að ná ekki betri úrslitum en möguleikar á sigurleikjum aukast með fallinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG
433Sport
Í gær

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil