fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Segir þetta ástæðu þess að frægir menn noti vændiskonur frekar en að kynnast stúlkum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 08:43

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicklas Bendtner fyrrum framherji Arsenal og danska landsliðsins hefur opinberað að stjörnur fótboltans kjósi flestar að stunda frekar kynlíf með vændiskonu frekar en að hitta stelpur úti á lífinu eða kynnast konum á annan hátt. Hann segir ástæðuna vera endalaus mál þar sem stúlkur hóti knattspyrnumönnum eftir einnar nætur gaman.

Bendtner segir minni áhættu fólgna í því fyrir heimsfræga knattspyrnumenn að eiga einnar nætur gaman með vændiskonu. Wayne Rooney og Kyle Walker hafa ekki góða sögu af segja af vændiskonum, þeir voru gómaðir með buxurnar á hælunum. „Þetta er þekkt leið í fótboltanum, þeir voru hreinlega óheppnir þarna,“ sagði Bendtner við ensk götublöð um málið.

„Trúið mér, hver einasti leikmaður í fótboltanum hefur heyrt sögur þar sem menn eru með vændiskonur. Sérstaklega er þetta mikið á Englandi. Þar er mikil hefð fyrir því að deila sögum um kynlíf í klefanum.“

Bendtner segir áhættuna á að kaupa vændi vera minni fyrir fræga menn. „Það er minni áhætta en að hitta stelpu á barnum, þú í raun ert hættur að taka sénsinn á slíku. Þú gerir það ekki ef þú ert frægur knattspyrnumaður.“

„Ég veit um margar sögur sem innihalda vændiskonur, það er komið til vegna þess að ég veit alveg jafn margar sögur af stelpum að hóta leikmönnum í gegnum samfélagsmiðla.“

Bendtner borgaði fyrir ný brjóst á stúlku sem hann hafði átt einnar nætur gaman með.

„Við erum að tala um stelpur frá næturlífinu sem vilja kynlíf, þær taka svo myndir af mönnum sofandi og láta sig hverfa. Myndin er þeirra vopn, þær reyna að fá hluti í gegn. Þær fá þá líka, ein stelpa sem ég hafði verið með sagðist vera ólétt. Hún vildi fara í fóstureyðingu en sagði að ég yrði þá að kaupa fyrir hana ný brjóst. Ég gerði það.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA