fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Stærri hluti kvenna en karla vilja hætta vegna veirunnar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 11:39

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm 41 prósent í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi vilja að KSÍ blási mótin af vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í könnun sem Leikmannasamtökin gerðu. Hlé er á mótinu vegna veirunnar.

Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur gefið út að allt verði gert til þess að reyna að klára mótin fyrir 1 desember. 36 prósent í karlaflokki vilja blása mótið af en 47 prósent kvenna.

Tæp 40 prósent vilja klára mótið og talsverður hluti leikmanna hefur enga skoðun á því. 374 leikmenn úr 22 liðum tók þátt í þessari könnuna.

Ef mótin yrðu blásin af er ljóst að Valur yrði Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Í reglugerðum KSÍ er leyfilegt að láta stöðuna gilda ef búið er að klára 2/3 af mótinu.

Breiðablik, Stjarnan og FH myndu svo fá Evrópusæti í karlaflokki.

Mikill ótti við veiruna:

Rúm 60 prósent leikmanna óttast það að fá veiruna en COViD-19 hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag frá því í mars. Um er að ræða þriðju bylgju veirunnar.

Lið utan höfuðborgarsvæðisins geta haldið æfingum áfram en tilmæli eru um að lið á höfuðborgarsvæðinu æfi ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar