fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hörmungar árangur Ísland í Þjóðadeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 09:07

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti gegn Dönum í Þjóðadeildinni þegar leikið var á Laugardalsvelli í gær. Ísland tapaði 3-0 og átti aldrei möguleika í leiknum. Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli snemma leiks og Danir skoruðu svo sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiks. EKki er öruggt að boltinn hafi farið inn en mistökin sem Hannes Þór Halldórsson gerði í aðdraganda þess voru dýr.

Botninn hrundi svo úr leik Íslands í síðari hálfleik. Ekki er þetta fyrsta slæma tap Íslands í Þjóðadeildinni þar sem liðið hefur leikið gegn mörgum sterkum andstæðingum.

Um er að ræða annað tímabil þessara deildar og hefur Ísland í sjö tilraunum ekki náð í stig. Liðið hefur spilað sjö leiki og skorað í þeim tvö mörk, liðið hefur fengið á sig 22 mörk.

Aldrei hefur íslenska liðinu tekist að stilla upp sínu sterkasta liði í Þjóðadeildinni, liðinu sem Íslendingar fengu að sjá gegn Rúmeníu í síðustu viku. Ofan á það hefur Ísland verið að spila við Belgíu, England, Danmörku og Sviss sem standa Íslandi framar á knattspyrnusviðinu.

Þjóðadeildin 2020
3 leikir – 0 stig – 1 mark skorað- 9 mörk á sig

Þjóðadeildin 2018
4 leikir – 0 stig – 1 mark skorað – 13 mörk á sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni