fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Plús og mínus – Framherji sem er aldrei líklegur til þess að skora

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. október 2020 20:38

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti gegn Dönum í Þjóðadeildinni þegar leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland tapaði 3-0 og átti aldrei möguleika í leiknum.

Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli snemma leiks og Danir skoruðu svo sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiks. EKki er öruggt að boltinn hafi farið inn en mistökin sem Hannes Þór Halldórsson gerði í aðdraganda þess voru dýr.

Botninn hrundi svo úr leik Íslands í síðari hálfleik. Frammistaða sem þessi dugar skammt ef liðið ætlar að vinna Ungverjaland í nóvember og komast inn á sitt þriðja stórmót.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Frammistaða Guðlaugs Victors Pálssonar í hægri bakverðinum var aftur mjög góð, mikill kraftur og er byrjaður að taka meira og meira þátt í sóknarleiknum. Ljósið í myrkvi kvöldsins.

Mínus:

Það riðlaði leik liðsins að missa Alfreð Finnbogason af velli eftir tólf mínútuna leik. Fyrir Ísland að missa Alfreð út ofan á það að Jóhann Berg Guðmundsson var ekki leikfær er dauðadómur. Þessir tveir ásamt Gylfa eru líklegustu menn liðsins til þess að skapa færi og Gylfi og Alfreð eru alltaf líklegir til þess að skora.

Jón Daði Böðvarsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sínar með íslenska landsliðinu, það er hins vegar ótrúlegt að framherji sé leik eftir leik aldrei líklegur til þess að skora. Vinnusemi Jóns Daða hefur komið honum langt en hann mætti koma sér í færi svona við og við.

Fyrsta mark Dana í leiknum var slysalegt og kannski ólöglegt. Ómögulegt er að segja hvort boltinn hafi farið yfir línuna en mistök Hannes Þórs Halldórssonar í aðdraganda marksins voru slysaleg og eiga ekki að sjást hjá jafn öflugum markverði.

Varnarleikurinn í öðru marki Dana var svo barnalegur, íslenska liðið var galopið og ekki var mikið skipulag þegar Christian Eriksen rölti í gegn og skoraði.

Botninn úr leik liðsins hrundi svo þegar Aron Einar Gunnarson fór af velli í hálfleik, andlaust, aginn hvarf og menn misstu allt sjálfstraust.

Ljóst má vera að eftir góðan fimmtudag er þessi sunnudagur vond tíðindi fyrir Erik Hamren, svona frammistaða í nóvember og Ísland er ekki á leið á sitt þriðja stórmót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“
433Sport
Í gær

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis