fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Telur að dreginn verði lærdómur af næturbröltinu með Láru og Nadíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 15:10

Frænkurnar Nadía og Lára Mynd. Samsett Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari Englands hefur valið 30 manna leikmannahóp fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni gegn Danmörku og Belgíu.

Phil Foden og Mason Greenwood eru ekki valdir í enska landsliðið fyrir komandi verkefni eftir næturbrölt sitt á Hótel Sögu með Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen. Foden og Greenwood komust í heimsfréttirnar eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi þegar enska landsliðið var hér á landi. Þeir félagar buðu Nadíu og Láru á hótelið sitt vitandi að þeir máttu ekki hitta neinn utan liðsins, þeir voru reknir úr landsliðshópnum eftir að greint var frá málinu.

Foden á Laugardalsvelli

Drengirnir eru ungir að aldri og Gareth Southgate þjálfari Englands telur að þeir hafi dregið lærdóm af næturbröltinu.

„Við höfum látið alla leikmenn vita að svona hegðun gengur ekki upp í okkar herbúðum. Við þurfum að koma þessum strákum aftur inn á beina braut, ungt fólk misstígur sig og þeir Foden og Greenwood hafa lært af þessu,“ sagði Southgate um málið.

Southgate talaði eins og drengirnir myndu aftur fá tækifæri hjá sér innan tíðar enda eru þeir vonarstjörnur enska boltans.

„Þeir eru ekki með okkur núna en það gefur þeim andrými til þess að komast í betri takt hjá félagsliði og njóta boltans. Ég mun ræða við þá eftir að þessu verkefni okkar lýkur en það verður aðeins rætt um fótbolta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United