fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Taldi það rétta ákvörðun að reka Heimi úr starfi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 08:50

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson fyrrum fyrirliði FH er gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þar sem hann fer yfir bestu samherjana sína af ferlinum með Jóhanni Skúla.

Davíð átti frábæran feril með FH og var leiðtogi liðsins um langt skeið. Hann telur að félagið sitt hafi tekið rétta ákvörðun þegar Heimi GUðjónssyni var vikið úr starfi árið 2017.

Heimir sem þjálfari Val í dag var rekinn frá FH eftir að hafa stýrt liðinu í tíu ár, ákvörðunin var umdeild en rétt að mati Davíðs.

„Á þessum tíma fannst mér hún rétta, við vorum ekki góðir 2017. Það var ekki búinn að vera næg endurnýjun, á þeim tímapunkti fannst mér þetta skiljanleg ákvörðun. Þú getur haft mismunandi skoðanir á því hvernig þetta var gert, á þessum tíma fannst mér þetta eðlileg ákvörðun,“ sagði Davíð en Heimir var rekinn úr starfi eftir að flest lið höfðu fundið sér þjálfara. Heimir hélt því til Færeyja og stýrði HB með góðum árangri.

,,Hann hafði verið aðalþjálfari í 10 ár, ég held að einhver hafi grætt á þessu sé það Heimir. Hann hefur gert frábæra hluti í Færeyjum og nú hjá Val, sannað hversu fær þjálfari hann er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina