fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Kastaðist í kekki milli Bjarna og Ragnars: „Hann eyddi mér af Snapchat“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins stingur niður penna í blaði dagsins og fer yfir það hversu mikil nálægð er í starfi hans sem íþróttafréttamaður. Bjarni hefur starfað sem blaðamaður í rúm sex ár og vakið athygli fyrir skrif sín.

Bjarni segist meðvitað reyna að halda fjarlægð við þá sem hann fjallar um en sökum þess hversu lítið landið er getur það reynst erfitt. „Þú ert mikið að tala við sama fólkið, aft­ur og aft­ur, og það eru góðar lík­ur á því að þið hitt­ist reglu­lega á förn­um vegi. Ef ekki þá hitt­ist þið alla­vega eft­ir næsta leik en sjálf­ur hef ég reynt að halda ákveðinni fjar­lægð við „viðfangs­efni“ mín í gegn­um tíðina,“ skrifar Bjarni í Morgunblað dagsins.

Bjarni segir að það gæti orðið erfitt hlutskipti fyrir sig að fjalla um viðburð þar sem þjálfari liðs er náinn vinur. „Ég átta mig t.d. ekki al­veg á því hvernig maður á að geta horft gagn­rýn­um aug­um á ein­hvern fót­bolta­leik ef fé­lagi manns er að þjálfa annað liðið.“

Skjáskot/K100

Bjarni ólst upp í Árbænum og er æskuvinur hans, Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður FCK í Danmörku. Það kastaðist í kekki á milli þeirra þegar Bjarni tók efni af samfélagsmiðlum hans og notaði í vinnu sinni.

„Að eiga æsku­vin í ís­lenska landsliðinu get­ur líka verið erfitt og þá sér­stak­lega að draga lín­una á milli vin­skap­ar og blaðamennsk­unn­ar. Ég get til dæm­is ímyndað mér að hann hafi ekki verið neitt sér­stak­lega sátt­ur með mig þegar ég tók skjá­skot af nýj­ustu meiðslavand­ræðum hans fyr­ir nokkr­um árum. Hann eyddi mér af Snapchat í stutta stund en mér til varn­ar þá lærði ég af mis­tök­un­um og hef ekki tekið skjá­skot á sam­fé­lags­miðlin­um síðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“