fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn City brjálaðir út í Guardiola: „Hættu að lemja okkur niður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 09:32

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City fór örugglega áfram í 16 liða úrslit enska bikarsins er liðið fék Fulham í heimsókn á Ethiad völlinn í fyrradag. Ballið var í raun búið áður en það hófst en Tim Ream fékk rautt hjá Fulham á sjöttu mínútu og Ilkay Gundogan skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var ekki að spyrja að leikslokum, Bernardo Silva kom City í 2-0 í fyrri hálfleik. Gabriel Jesus bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik og sigur City sannfærandi.

Pep Guardiola var ósáttur með mætinguna hjá Stuðningsmönnum City en tæplega 17 þúsund tóm sæti voru á vellinum. Félagið á oft í vandræðum með að fylla kofann nema þegar stórleikir eiga sér stað, Guardiola vonast því eftir fullu húsi gegn Manchester United á miðvikudag. Liðin mætast þá í síðari leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

,,Núna höfum við nokkra daga til að undirbúa United leikinn, vonandi geta stuðningsmenn okkar komið og fyllt völlinn,“ sagði Guardiola en City vann fyrri leikinn 3-1 og er því í frábæri stöðu.

Stuðningsmenn City eru óhress með Guardiola og þá staðreynd að hann sé að gagnrýna þá opinberlega. ,,Ég var hissa og veit ekki hvað Pep er að reyna að gera, hann er að ýta undir það að talað sé um Emptyhad. Þetta pirrar mig verulega,“ sagði Kevin Parker, sem stýrir opinberum stuðningshópi félagsins.

,,Okkur finnst gagnrýnin frá öðrum vera nógu mikil, að okkar eigin stjóri geri þetta. Það gerir hlutina bara verri, hann er ekki í neinum tengslum við fjárhagslegan raunveruleika stuðningsmanna.“

,,Pep verður að átta sig á því að það er verkafólk upp til hópa sem styður félagið, þetta fólk setur mikið af sínum peningum í fótbolta. Hættu að lemja okkur niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð