fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Höskuldur aftur í Blika – ,,Algjör lykilmaður í liðinu“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni.

Höskuldur spilaði með Blikum síðasta sumar en hann var þá í láni frá félaginu frá Halmstad. Hann kemur á frjálsri sölu.

Ljóst var að leikmaðurinn átti ekki framtíð fyrir sér þar eftir að hafa gengið í raðir liðsins 2017.

Tilkynning Breiðabliks:

Höskuldur heim!

Breiðablik hefur gert 3ja ára samning við Höskuld Gunnlaugsson. Höskuldur sem er 25 ára gamall er uppalinn
Bliki en hann á að að baki 139 leiki með félaginu og hefur skorað í þeim 33 mörk. Höskuldur sló skemmtilega í gegn með Blikaliðinu árin 2016 og 2017 en um mitt sumar 2017 var hann seldur til Halmstad BK í Svíþjóð.

Breiðablik fékk Höskuld á láni síðasta sumar þar sem hann stóð sig frábærlega en hann spilaði nánast alla leiki Blikaliðsins og skoraði 14 mörk í öllum keppnum.

Koma Höskuldar eru frábærar fréttir fyrir Blikaliðiðið en frammistaða hans skilaði sér í sæti í íslenska A-landsliðinu á dögunum þar sem hann átti mjög góðan leik.

„Við erum afskaplega ánægðir að fá Höskuld í okkar raðir. Hann hefur sýnt það að hann er algjör lykilmaður í liðinu, mikill karkater og frábært fordæmi fyrir yngri leikmennina.“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“