fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Ítarleg grein um mikilvægi Jóhanns: „Burnley er hættulegra með íslenska kantmanninn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 13:21

Tómas Þór í starfii sínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þegar Jóhann Berg Guðmundsson, kom ekki út í síðari hálfleikinn gegn Peterbrough, mátti heyra stuðningsmenn Burnley bölva. Aftur var Jóhann Berg meiddur, í þriðja sinn á tímabilinu,“ skrifar Andy Jones blaðamaður hjá The Athletic í dag, þar skrifar hann grein um að Burnley sé betra lið með Jóhann á vellinum en verði að passa að leyfa honum að jafna sig.

Jóhann var frá í tíu vikur fyrir áramót vegna meiðsla aftan í læri, hann meiddist þar aftur þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin.

,,Það eru góð tíðindi að meiðslin eru að jafna sig strax, það er áhyggjuefni að Jóhann sé ekki alltaf til taks,“ skrifar Jones.

Jóhann meiddist á kálfa í ágúst og síðan hefur lærið verið að angra hann. ,,Þetta hafa verið erfið tvö ár fyrir hann,“ sagði Sean Dyche við The Athletic um stöðuna á Jóhanni.

,,Hann kom í frábæru formi inn í tímabilið og stóð sig vel, meiðslin aftan í læri héldu honum lengur frá en við höfðum vonast. Þessi meiðsli núna eru ekki eins alvarleg, þetta er samt eitthvað sem truflar.“

Dyche var spurður að því hvort hann hefði rætt nýjasta áfallið við Jóhann. ,,Ég tæti hann bara í mig og grínast í honum. Hann er alltaf fúll yfir einhverju,“ sagði Dyche í léttum tón.

Jones segir að Dyche ræði aldrei meiðsli við leikmenn sína, hann fái upplýsingar frá sjúkraþjálfara og ræði við alla leikmenn jafnt. ,,Þegar þú ert að koma til baka, þá skiptir mestu máli að venja líkamann við leikaálagi. Með því að æfa rétt og vita að allt sé í lagi. Ég held að Jóhann hafi verið klár þrátt fyrir bakslagið,“ sagði Dyche.

Jóhann hafði komið inn sem varamaður gegn Everton og Manchester United og lék síðari hálfleikinn gegn Aston Villa. ,,Síðari hálfleikurinn gegn Villa, sannaði hvaða áhrif Jóhann getur haft. Þegar snertingar eru skoðaðar, sést hvaða hættu hann skapar með því að teygja á vellinum. Burnley var að tapa þegar hann kom við sögu, en það var áberandi að leikur Burnley varð hraðari og opnar með McNeil og Jóhann Berg á köntunum.“

,,Burnley virðist betra lið með Jóhann á vellinum, þegar hægri kantmenn liðsins eru skoðaðir. Hendricx hefur spilað 11 leiki, Lennon 13 leiki og Jóhann Berg sjö leiki. Jóhann hefur skapað flest færi af þeim (10), hann hefur átt jafn margar sendingar og fyrirgjafir fyrir markið og Hendricx (25), þá á hann flestar fyrirgjafir úr opnum leik (17). Jóhann hittir líka oftast á samherja úr fyrirgjöfum (41,18%), þrátt fyrir að spila fæstar mínútur.“

Jones segir að það geti bjargað Burnley frá falli að fá Jóhann í sitt besta form. ,,Það gæti verið lykillinn á seinni hluta tímabilsins. Hvernig hann spilar og hvaða áhrif hann hefur á samherja sína, Burnley er hættulegra með íslenska kantmanninn á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Í gær

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki