fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári um framtíð sína: „Meira get ég ekki sagt um það“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 09:02

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árangur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar hefur vakið verðskuldaða athygli en liðið situr nú í öðru sæti efstu deildar karla. Eiður og Logi tóku við liðinu um mitt sumar, liðið hefur unnið 8 af ellefu leikjum sínum undir stjórn þeirra.

Eiður og Logi tóku við FH þegar Ólafur Kristjánsson stökk á tilboð Esbjerg í Danmörku en samningur Eiðs Smára og Loga rennur út eftir tímabilið.

FH-ingar hafa mikinn áhuga á því að halda Eiði og Loga í starfi en viðræður um slíkt hafa átt sér stað, enginn niðurstaða virðist þó vera kominn í það mál. Eiður og Logi fengu Eggert Gunnþór Jónsson og Ólaf Karl Finsen til FH í félagaskiptaglugganum og hafa þeir báðir styrkt leik liðsins

„Ég verð á hliðarlín­unni næsta fimmtu­dag,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið um framtíðina sína.

Hann vill ekkert gefa um hvort hann og Logi ætli sér að halda áfram með liðið. „Það hef­ur gengið vel og ég er ánægður með stíg­and­ann sem er í liðinu en meira get ég ekki sagt um það,“ sagði Eiður við Morgunblaðið.

Eiður Smári er að auki aðstoðarþjálfari u21 árs landsliðsins þar sem Arnar Þór Viðarssonr ræður ríkjum.

Deildarleikir Eiðs Smára og Loga með FH:
KA – (0-0 jafntefli)
Grótta (2-1 sigur)
KR (2-1 sigur)
Stjarnan (2-1 tap)
HK (4-0 sigur)
Breiðablik (3-1 sigur)
Víkingur (1-0 sigur)
Fylkir (4-1 sigur)
Valur (3-1 tap)
Fjölnir (1-0 sigur)
11 leikir (8 sigrar – 1 jafntefli – 2 töp) 25 stig af 33 mögulegum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Í gær

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“