fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Liverpool vann Chelsea í stórleik dagsins

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var án efa leikur Liverpool og Chelsea.

Markalaust var í fyrri hálfleik þrátt fyrir einhverjar tilraunir hjá báðum liðum. Liverpool hélt boltanum aðeins betur í fyrri hálfleiknum en Chelsea náði þó nokkuð góðum tökum á leikin undir lok fyrri hálfleiks. Rétt áður en flautað var til hálfleiks náði þó Sadio Mané að skjótast einn í gegn en var tekinn niður af danska varnarmanninum Andreas Christensen. Dómarinn gaf Christensen gult spjald fyrir brotið en eftir nánari skoðun með VAR-tækninni ákvað hann að gefa honum það rauða.

Í seinni hálfleik náði Sadio Mané að koma Liverpool yfir. Það gerði hann á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino. Fjórum mínútum síðar náði Mané að skora annað mark eftir skelfileg mistök markmanns Chelsea, Kepa Arrizabalaga. Chelsea fékk tækifæri til að minnka muninn á 75. mínútu þegar liðið fékk víti en Jorginho klúðraði vítinu og var lokaniðustaðan 0-2 sigur Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Í gær

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá