fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

Úlfúð á meðal íslenskra blaðamanna eftir dóm dagsins – „Hafi hér látið almenningsálitið hafa meiri áhrif á sig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa skapast í hópi Fjölmiðlanörda eftir að knattspyrnuvefurinn, Fótbolti.net var sagður hafa brotið alvarlega af siðanefnd Blaðamannafélagsins sem hefur úrskurðað að Hafliði Breiðfjörð, á Fótbolta.net og ritstjórarnir Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon, hafi brotið siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun sinni og nafn- og myndbirtingu af knattspyrnukonunni Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, leikmanni Breiðabliks í lok júní á þessu ári. Andrea kærði umfjöllun Fótbolta.net til siðanefndar.

Andrea var nafngreind af Fótbolta.net þegar hún greindist með kórónuveiruna í lok júní og aðrir fjölmiðlar vitnuðu svo í greinina sem Fótbolti.net hafði birt. Andrea hafði komið til Íslands frá Bandaríkjunum 17 júní og lék tvo leiki með Breiðabliki eftir heimkomuna. Hún greindist með kórónuveiruna átta dögum síðar eða 25 júní. Nokkur fjöldi fór í sóttkví vegna veikinda Andreu sem hafði fengið veiruna rétt fyrir komu til landsins.

Andrea kærði fréttaflutning Fótbolta.net til siðanefndar en fjöldi blaðamanna botnar ekkert í þessum dómi.

„Ég vil, sem félagi í BÍ, lýsa yfir furðu minni á þessum dómi siðanefndar félags míns,“ skrifar Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísir.is.

Jakob segir að það gangi ekki upp að einstaklingur sem sé til umfjöllunar þurfi að leggja blessun sína yfir það. „Þetta lýsir stórfurðulegri og í raun óásættanlegri hugmynd um blaðamennsku. Sem er afleitt úr þessari átt. Það getur einfaldlega aldrei verið svo að umfjöllun blaðamanna sé háð blessun þeirra sem við sögu koma hverju sinni. Ef svo er, þá er búið að breyta blaðamönnum, með þessu eina pennastriki siðanefndarinnar, í vélritunarþjónustu og ímyndarráðgjafastofur. Ég gef ekkert fyrir þetta og finnst þetta reyndar til skammar fyrir BÍ; til marks um að þar hafa fagleg atriði verið látin reka á reiðanum eða allt frá því að netið kom til sögunnar; menn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara.“

Hafliði sá sem skrifaði fréttina fyrir Fótbolta.net þakkar stuðninginn en ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu. „Takk fyrir stuðninginn Jakob Bjarnar. Við erum ekki tilbúnir að tjá okkur niðurstöðu dómsins að svo stöddu.“

Hvorki dómur né refsing að vera nefndur á nafn:

Jakob Bjarnar fer mikinn á þræðinum og segir engan dóm felast í því að nafn einstaklings sé ritað eða mynd af honum birt. „Nafn- og myndbirtingastefna hefur lengi verið umdeild, utan sem innan stéttar. Ég aðhyllist hispursleysi í fréttaflutningi og trúi ekki á að blaðamenn eigi að skammta lesendum upplýsingar út frá einhverjum afstæðum forsendum eins og þeim hvort eitthvað eigi erindi við almenning (hvað á ekki erindi við almenning) og það hvort einhver sé nógu frægur til að hann sé nefndur á nafn. Hver er ekki frægur á Íslandi? Það felst hvorki dómur né refsing í því að einhver sé nefndur á nafn. Það er ekki stundum auglýsing og stundum gapastokkur, bara eftir því hvað hentar. Almenningur ætti að fara að venja sig við þá staðreynd og æpa ekki gegn eigin hagsmunum. Að þeim fjölmiðlum sé best treystandi sem það iðka að halda slíkum upplýsingum fyrir sig og Gróu á Leiti. Treysti sjálfum sér fyrir upplýsingum en ekki einhverjum einstaklingum sem tilheyra hópi sem enginn veit hver er. En á sínum tíma, þegar DV keyrði á þeirri hugmynd, þá stóð til í félaginu að reka okkur þau sem þar störfuðum úr félaginu. Ég held að þeir sem stóðu bak við þá hugmynd skammist sín nú flestir.“

Sveinn Arnarsson fyrrum blaðamaður segir að þetta sé ekki réttur úrskurðu. „Þessi siðanefnd er algjörlega úti á túni. Reyndar ekki í fyrsta skipti.“

Illugi botnar ekki neitt:

Illugi Jökulsson sem hefur ýmsa fjöruna sopið botnar ekki neitt í neinu. „Þetta er alveg rétt hjá þér, Jakob. Forsendan um að nafn hafi verið birt „í heimildarleysi“ er tröllslega vitlaus. Alveg tröllslega! Ég skil ekkert í þeim sem þarna véla um.“

Valur Grettisson sem einnig er reyndur blaðamaður tekur til varna fyrir Hafliða og félaga. „Miðað við forsendur úrskurðarins, þá er vitnað í frægt mál í DV árið 2005 þegar maður með hermannaveikina var nafngreindur. Fyrir utan að sá úrskurður var jafn vitlaus og þessi, þá virðist niðurstaðan vera sú að ekki má nafngreina veikt fólk án þeirra leyfis, og mönnum má finnast það sem þeir vilja um það svo sem. En það má þó ætla að það sé töluverður stigsmunur þegar litið er til þess að í hermannaveikismálinu var um nóboddí að ræða, og svo augljóslega nokkuð þekkta íþróttakonu, í miðjum heimsfaraldri sem kom heilli íþróttadeild í uppnám. Menn hafa nú verið nafn- og myndbirtir fyrir minna,“ skrifar Valur og segir enn fremur.

„Þegar dómurinn er grandskoðaður er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að siðanefnd hafi hér látið almenningsálitið hafa meiri áhrif á sig en þær ríku lögfræðilegu skyldur sem hvíla á nefndarmönnum í siðanefndum, og afhjúpar þannig galla slíkra nefnda almennt. Það væri ágætt ef nefndarmenn gætu skilið geðþóttann eftir fyrir utan skrifstofuhurðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK

Birkir Már bjargaði stigi fyrir Val gegn Breiðablik – Stjarnan vann HK
433Sport
Í gær

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“
433Sport
Í gær

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni