fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Enn tapar ÍBV stigum – Vestri sigraði Magna

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag.

Í Vestmannaeyjum tóku heimamenn í ÍBV á móti nýliðunum í Leikni frá Fáskrúðsfirði. Ekkert mark var skorað í leiknum og þar með misstu Eyjamenn af gullnu tækifæri til þess að reyna koma sér nær toppliðum deildarinnar. Að sama skapi gæti þetta eina stig skipt miklu máli fyrir Leiknismenn sem eru að berjast við að halda sæti sínu í deildinni.

ÍBV situr í 4 sæti deildarinnar eftir þennan leik með 26 stig. Leiknir F eru í 11.sæti með 12 stig.

Á Ísafirði tók Vestri á móti Magna frá Grenivík. Vladimir Tufegdzic kom Vestramönnum yfir á 27. mínútu. Pétur Bjarnason tvöfaldaði síðan forystu Vestra á 42. mínútu. Tómas Örn Arnarson náði þó að minnka muninn fyrir gestina rétt fyrir leikhlé. Fleiri mörk voru ekki skoruð í seinni hálfleik og sigur Vestra því staðreynd.

Vestri er eftir þennan leik í 6. sæti deildarinnar með 23 stig. Magni er í 12. sæti með 9 stig.

Lengjudeild karla

ÍBV  0 – 0 Leiknir F.

Vestri 2 – 1 Magni
1-0 Vladimir Tufegdzic (’27)
2-0 Pétur Bjarnason (’42)
2-1 Tómas Arnarson (’45)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Í gær

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar
433Sport
Í gær

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks