fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Jafntefli í Laugardalnum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur R. tók á móti FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri gátu þau komið sér í betri stöðu í fallbaráttunni. Andrea Mist Pálsdóttir kom FH yfir eftir 11 mínútur og 5 mínútum síðar komst FH í 0-2 eftir sjálfsmark hjá Þrótti. Rétt fyrir hlé fékk Þróttur víti en Mary Alice Vignola klúðraði því og var FH því tveimur mörkum yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik náði Morgan Elizabeth Goff að minnka muninn fyrir Þrótt og skömmu síðar náði Vignola að bæta upp fyrir vítið með jöfnunarmarki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með 2-2 jafntefli. Með þessu varð fallbaráttan í deildinni ennþá meira spennandi þar sem FH er í 7. sæti, þremur stigum frá því neðsta og einu frá fallsæti en Þróttur er í 8. sæti, 2 stigum frá því neðsta og jafnt næst neðsta sætinu að stigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mbappe yfirgefur hópinn

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Í gær

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Í gær

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni