fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Breiðablik skoraði 7 mörk á Akureyri – Jafntefli í Eyjum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 16:27

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA mætti Breiðablik og ÍBV tók á móti Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.

Þór/KA 0-7 Breiðablik

Þór/KA byrjaði leikinn ekki svo vel en þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar skoraði liðið sjálfsmark. Breiðablik lét það heldur betur ekki nægja sér. Á 19. mínútu skoraði Agla María Albertsdóttir úr víti og síðan skoraði hún aftur á 40. mínútu. Svanddís Jane Jónsdóttir skoraði síðan fjórða mark Blika á 41. mínútu.

Snemma í seinni hálfleik, eða á 50. mínútu, bætti Rakel Hönnudóttir við fimmta marki Blika og skömmu síðar skoraði Alexandra Jóhannsdóttir það sjötta. Einungis þremur mínútum eftir sjötta markið kom það sjötta og síðasta en það var Sveindís sem skoraði það mark. Lokaniðurstaðan 0-7 fyrir Breiðablik.

ÍBV 2-2 Fylkir

Karlina Miksone skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu og kom ÍBV þar með yfir. ÍBV var með forystu í hálfleik en snemma í seinni hálfleik náði Bryndís Arna Níelsdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Þórdís Elva Ágústsdóttir náði síðan að koma Fylki yfir á 66. mínútu en á 73. mínútu náði Karlina að skora sitt annað mark og jafna metin fyrir ÍBV. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með 2-2 jafntefli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Í gær

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk
433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Í gær

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Í gær

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar