fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Spilaði ekki í leiknum gegn Íslandi því hann var ekki í nógu góðu formi – Félagið pirrað vegna „offitu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. september 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjurnar eru að aukast hjá spænska knattspyrnurisanum Real Madrid eftir að belgíska stjarnan, Eden Hazard, spilaði ekki mínútu með belgíska landsliðinu gegn því íslenska.

Stjóri belgíska landsliðsins, Roberto Martinez, sagði það eftir leikinn að Hazard hafi ekki spilað því hann „var ekki í nógu góðu formi“ til að spila. Spænskir miðlar greina nú frá því að yfirmenn innan Real Madrid séu orðnir pirraðir vegna „offitu“ stjörnunnar.

Spænskur fjölmiðill greinir meðal annars frá því að Real Madrid hafi viljað að Hazard væri eftir á Spáni í stað þess að fara að spila með landsliðinu. Félagið vildi að hann yrði eftir til að koma sér í betra form.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hazard er í slæmu formi fyrir byrjun á nýju tímabili. Það vakti athygli í fyrra þegar Hazard mætti með bumbu til Real Madrid eftir sumarfríið sitt en þá var stjóri liðsins, Zinedine Zidane, allt annað en sáttur.

Fyrr í sumar hrósaði Zidane leikmanninum fyrir að mæta í góðu formi eftir kórónuveirupásuna. „Þetta er flókið fyrir mig, ég reyni að borða ekki of mikið. Ég reyni að borða ekki of mikið,“ sagði Hazard þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona