fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Harkalegt rifrildi stjarnanna gert opinbert – „Ekki sitja bara þarna eins og einhver ofdekraður krakki“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 11. september 2020 20:30

Skjáskot úr þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsfélagarnir og knattspyrnustjörnurnar Eric Dier og Dele Alli, sem spila báðir með Tottenham, rifust harkalega eftir að þeir töpuðu gegn Wolves á síðasta tímabili.

Nýlega komu út þættirnir All or Nothing: Tottenham Hotspur á Amazon Prime. Í einum þáttana er fylgst með því sem átti sér stað í búningsklefa Tottenham eftir leik liðsins gegn Wolves. Staðan var 2-1 fyrir Tottenham í hálfleik en liðið endaði á að tapa leiknum 2-3. Þetta var þriðja tap liðsins í röð og gerði það möguleika Tottenham á að ná Meistaradeildarsæti afar litla.

„Hvernig í andskotanum töpuðum við þessum leik? Fokking eins í hverjum leik. Þrjú verstu mörk sem ég hef séð í lífi mínu. Alltaf sama vandamálið,“ sagði miðjumaðurinn Dele Alli eftir leikinn. Dier svaraði þá liðsfélaga sínum og hófst harkalegt rifrildi í kjölfarið. „Okei, gerðu þá eitthvað að minnsta kosti. Ekki sitja bara þarna eins og einhver ofdekraður krakki,“ sagði Dier við Alli.

„Ég er ánægður með það að ykkur líði svona eftir leikinn því við töpuðum,“ sagði José Mourinho, þjálfari liðsins, í kjölfar rifrildisins. „Þið verðið að vera kvikindislegir, þið verðið að vera klárir og þið verðið að brjóta á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli
433Sport
Í gær

Klár í að fara til Manchester United í sumar

Klár í að fara til Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum