fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Getur sagan ótrúlega endurtekið sig? – „Aldrei vekja mig af þessum geggjaða draumi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. september 2020 20:30

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tæp fjögur ár liðin frá einu mesta afreki í íslenskri íþróttasögu þegar Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands.

Á morgun er komið að því að mæta þeim ensku á nýjan leik þegar Englendingar mæti í Laugardalinn í leik í Þjóðadeildinni.

Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið því Wayne Rooney kom Englendingum yfir úr vítaspyrnu eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Vítaspyrna hafði réttilega verið dæmd á Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins eftir brot á Raheem Sterling.

Hafi einhver haldið að íslenska liðið myndi leggja árar bát skjátlaðist honum hrapallega. Það tók íslenska liðið aðeins rúma mínútu að jafna metin. Þar var á ferðinni varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi eftir að Kári Árnason hafði skallað boltann til hans eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar.

Íslenska liðið hélt frábærri einbeitingu áfram og á 18. mínútu komst Ísland eftir frábæra sókn og glæsilegt samspil. Íslenska liðið lék flottan einnar snertingar bolta og skoraði Kolbeinn Sigþórsson undir Joe Hart í marki enska liðsins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Vinnusemin, dugnaðurinn og orkan í íslenska liðinu átti sér fáar, ef einhverjar, hliðstæður. Hér að neðan eru rifjuð upp nokkur eftirminnileg augnablik eftir þennan ótrúlega fótboltaleik.


Hér má sjá svipmyndir úr þessum magnaða leik:

 


Það var tilfinningaríkt augnablik þegar flautað var til leiksloka eins og sást í lýsingu Guðmundar Benediktssonar:

 

Þátttöku Íslands í mótinu lauk nokkrum dögum síðar, þann 3. júlí, í 8-liða úrslitum gegn Frakklandi. Lokatölur 5-2 en þrátt fyrir tapið bar íslenska liðið höfuðið hátt enda á sínu fyrsta stórmóti í sögunni. Mikill mannfjöldi tók á móti íslenska liðinu þegar það kom heim frá Frakklandi og að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“