fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Drengurinn frá Darlington fer ef Eyjamenn rífa sig ekki í gang

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengurinn frá Darlington, Gary Martin mun yfirgefa ÍBV mistakist félaginu að koma sér aftur upp í efstu deild. Gary Martin og félagar hans í ÍBV berjast um toppsætin í Lengjudeildinni en liðinu hefur fatast flugið síðustu vikur.

Liðið á stórleik við Leikni á heimavelli í kvöld en Gary getur farið frítt frá ÍBV fari liðið ekki upp úr Lengjudeildinni.

„Ég klára feril minn á Íslandi nema eitthvað klikkað komi upp. Við verðum að fara upp í ár og ef við förum ekki upp þá verð ég að öllum líkindum ekki leikmaður ÍBV á næsta ári. Ég vil vera í efstu deild,“ sagði Gary Martin við Jóhann Skúla í Draumaliðinu í dag.

ÍBV situr í þriðja sæti Lengjudeildarinnar en með jafnmörg stig og Keflavík í öðru sætinu. „Markmiðið er að fara upp en það hefur komið upp að ég hugsi um hvort ég þurfi að fara annað. Ég átti von á meiri yfirburðum okkar en raun ber vitni.“

„Ef ÍBV fer upp þá klára ég líklega feril minn með ÍBV en hvað veit maður.“

Gary varð markahæsti leikmaður efstu deildar í fyrra þegar ÍBV féll og hefur skorað 10 mörk í 12 leikjum í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United