fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Sara Björk sendir ungum krökkum mikilvæg skilaboð: „Það eru engin takmörk“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir náði mögnuðum áfanga í fyrradag þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í úrslitaleiknum og vinna Meistaradeildina í kvennaflokki. Sara gekk í sumar til liðs við franska liðið Lyon en fyrir það spilaði hún með þýska liðinu Wolfsburg. Sara mætti sínum gömlu liðsfélögum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrrakvöld og vann leikinn. Sara tryggði sigur Lyon með marki á lokamínútum leiksins.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir þessa öflugu konu síðustu daga og hún þakkar fyrir þær í dag. „ðVá takk fyrir allar fallegu kveðjunar! Litla Ísland segja þeir,“ skrifar Sara á Twitter í dag.

Sara tileinkar ungum krökkum þennan titil og segir að þau eigi ekki að láta neitt stoppa sig. „Þessi er titill er meðal annars tileinkaður til allra fótboltastelpna og stráka sem eiga sér þann draum um að komast eins langt og þeim dreymir um.“

Skilaboð Söru til ungra krakka eru svo einföld, þau eiga ekki að láta neitt stoppa sig. „Það eru engin takmörk,“ skrifar Sara.

Frammistaða Söru í leiknum hefur vakið heimsathygli og var hún að flestra mati besti leikmaður vallarins. „Stolt að vera Íslendingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking
433Sport
Í gær

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Í gær

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“