fbpx
Föstudagur 30.október 2020
433Sport

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Evrópudeildinni í kvöld. Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar í FC Kaupmannahöfn mættu Manchester United og Inter Milan spilaði við Bayern Leverkusen.

Manchester United 1-0 FCK

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í hóp FCK í kvöld vegna meiðsla en liðsfélagar hans náðu að standa í sterku liði Manchester United þrátt fyrir það. Að 90 mínútum loknum var hvorugt liðana búið að skora mark en Man.Utd. var töluvert meira með boltann. Vegna kórónuveirunnar eru nú leikir aðeins spilaðir einu sinni en ekki tvisvar eins og það var áður í Evrópudeildinni og því þurfti að fara í framlengingu eftir 90 mínútur.

Miðjumaðurinn Bruno Fernandes, sem hefur verið að gera afar góða hluti með Manchester United síðan hann kom í janúar, náði að koma sínum mönnum yfir snemma í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Fernandes skoraði úr víti og kom liðsfélögum Ragnars í erfiða stöðu. Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri og endaði leikurinn því með sigri Manchester United. Ragnar og félagar eru því úr leik í Evrópudeildinni.

 

Inter 2-1 Bayern Leverkusen

Inter náði forystu snemma í leiknum með marki frá Nicolò Barella. Romelu Lukaku bætti síðan muninn skömmu síðar. Miðjumaðurinn eftirsótti, Kai Havertz, var þó ekki lengi að minnka muninn fyrir Bayern Leverkusen en það gerði hann einungis þremur mínútum eftir að Lukaku skoraði. Bayern Leeverkusen náði þó ekki að skora annað mark í leiknum og raunar náði Inter ekki að gera það heldur. Lokaniðurstaðan var  því 2-1 fyrir Inter sem er nú komið í undanúrslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Lést af COVID-19
433Sport
Í gær

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni
433Sport
Í gær

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn