fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Segir stjörnu United hafa stungið sig í bakið: ,,Hann sagði ekki neitt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emilio Alvarez, fyrrum markmannsþjálfari Manchester United, ásakar David de Gea um að hafa stungið sig í bakið í fyrra.

De Gea krotaði undir nýjan samning við United í september, eitthvað sem Alvarez hafði unnið í fyrir hans hönd og var í sambandi við félagið.

Það var hins vegar ekki Alvarez sem sá um viðræðurnar heldur fékk De Gea annan mann inn á síðustu stundu sem kláraði samningamálin.

Alvarez yfirgaf United í kjölfarið þó að félagið hafi boðið honum nýjan samning.

,,Eftir næstum þrjú ár, mikla vinnu og ófáa fundi með félaginu til að gera hann að launahæsta leikmanni heims þá frétti ég að hann hefði gert þetta án mín,“ sagði Alvarez við AS.

,,Mér leið eins og ég hefði verið stunginn í bakið. Á meðan viðræðurnar voru í gangi þá lenti hann í rifrildum við manninn sem sá um að hann fengi borgað það sem hann fékk borgað.“

,,Á síðustu stundu þá kom einhver annar til sögunnar. Ég sagðist ekki vera hrifinn af því, það var engin tryggð í þessu.“

,,Ég spurði David út í málið og hann sagði ekki neitt, að honum hafi verið sagt að segja engum neitt. Þetta hafði áhrif á mig.“

,,Ég lærði það að þú getur ekki hjálpað einhverjum ef það er ekki fullt traust ykkar á milli og þess vegna yfirgaf ég Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester