Barcelona 1-0 Athletic Bilbao
1-0 Ivan Rakitic
Barcelona vann gríðarlega mikilvægan sigur á Spáni í kvöld er liðið mætti Athletic Bilbao.
Barcelona var með jafn mörg stig og Real Madrid fyrir viðureignina en með verri markatölu og í öðru sæti.
Eitt mark var skorað á Nou Camp en það gerði miðjumaðurinn Ivan Rakitic í seinni hálfleik.
Barcelona er nú í efsta sæti deildarinnar en Real á leik til góða og getur komist á toppinn.