Manchester United stillti upp sterku byrjunarliði í gær er stórliðið þurfti að sætta sig við tap gegn West Bromwich Albion.
Manchester Evening News fjallar um leikinn og segir að þeir Paul Pogba og Bruno Fernandes hafi byrjað í 2-1 tapi gegn Championship-liðinu.
Tveir leikir voru spilaðir við West Brom en United tapaði fyrri leiknum 2-1 og vann þann seinni 3-1.
Það styttist í fyrsta leik liðsins í langan tíma en Ole Gunnar Solskjær og félagar spila við Totttenham þann 19. júní.
Í tapleiknum komu Marcus Rashford, Anthony Martial, Eric Bailly, Pogba, Fernandes og Nemanja Matic allir við sögu.
Fernandes skoraði eina markið í tapinu og klikkaði einnig á vítaspyrnu.