Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool verður launahæsti leikmaður Liverpool á næstu vikum þegar hann gerir nýjan fimm ára samning.
Ensk blöð fjalla um og segja að Van Dijk muni krota undir samninginn þegar Liverpool hefur orðið enskur meistari.
Van Dijk er næst launahæsti leikmaður félagsins í dag með 180 þúsund pund á viku en Mohamed Salah þénar 200 þúsund pund á viku.
Samkvæmt enskum blöðum mun þessi besti varnarmaður í heimi nú fá 220 þúsund pund á viku, verður þar með launahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Van Dijk er ein stærsta ástæða þess að Liverpool er nú farið að berjast um titla á hverju ári.
Van Dijk mun þéna um 38 milljónir á viku eða um 160 milljónir íslenskra króna í hverjum mánuði, ekki dónalegt það.