Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, viðurkennir að félagið geti ekki fundið mann til að leysa Timo Werner í sumar ef hann fer frá félaginu.
Það er líklegt að Werner sé á förum en hann virðist vera á leiðinni til Chelsea.
Þýski landsliðsmaðurinn hefur skorað 31 mark í 41 leik á þessari leiktíð.
,,Það er ekki hægt að finna mann í hans stað. Það er ómögulegt að klóna leikmann,“ sagði Nagelsmann.
,,Ef Timo Werner fer frá okkur þá verður ómögulegt að finna mann sem skorar 34 mörk á tímabili.“
,,Það væri örugglega ekki hægt með einum leikmanni.“