RB Leipzig vann góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Hoffenheim í 31. umferð.
Leipzig er að elta Dortmund sem er í öðru sæti deildarinnar og er nú aðeins eitt stig þeirra á milli.
Dani Olmo skoraði bæði mörk Leipzig í sigri kvöldsins en þau komu á 9. og 11. mínútu fyrri hálfleiks.
Olmo er ungur sóknarmiðjumaður sem kom til Leipzig frá Króatíu í janúarglugganum.
Leipzig er enn átta stigum frá Bayern Munchen sem er í efsta sæti deildarinnar.