Georgina Rodríguez kærasta Cristiano Ronaldo segir að hún hafi skammast sín þegar hún byrjaði að fara í ræktina með unnusta sínum.
Ronaldo hefur alla tíð verið í svakalegu formi alla tíð og Georgina fannst erfitt að rífa í járnin og fara á hlaupabrettið með einum besta íþróttamanni í heimi.
„Til að byrja með þá skammaðist ég mín þegar ég var að æfa með Cristiano,“ sagði Georgina þegar hún var spurð um málið.
Georgina og Ronaldo hafa æft mikið saman á þessu ári á meðan Ronaldo mátti ekki fara til vinnu vegna kórónuveirunnar. „Ímyndið ykkur að æfa með Cristiano, ég var vön því að æfa ein heima og hann á æfingasvæðinu.“
„Síðan hefur þetta farið og í dag elska ég að æfa með honum. Hann veitir mér innblástur og ég elska þetta.“