FH hefur staðfest mjög svo óvænta endurkomu Kristjáns Gauta Emilssonar til félagsins, hann virtist á leið í Stjörnuna en fór heim.
Kristján Gauti hætti í knattspyrnu árið 2016 þá 23 ára gamall þegar hann lék með NEC í Hollandi
Kristján getur spilað sem framherji eða framliggjandi miðjumaður en hann er 27 ára gamall í dag. Á besta aldri en hefur ekkert spilað í fjögur ár.
„Ég hef heyrt þetta að Kristján Gauti sé að taka fram skóna, þetta er saga sem ég hef heyrt. Guð hjálpi manni að taka fram skóna eftir fjögur ár í dvala,“ sagði Guðmundur Benediktsson í fyrradag.
Kristján Gauti hafði mætt á æfingar hjá Stjörnunni og þegar FH frétti af áhuga Kristjáns á að snúa aftur á völlinn var félagið fljótt til og hafði samband. Þessi uppaldi FH-ingur ætlar því að rífa fram skóna og hjálpa félaginu sem stefnir aftur á toppinn.
Kristján Gauti snýr aftur.
FH og Kristján Gauti hafa náð samkomulagi um að hann spili með FH út 2020.
Velkominn heim Gauti! pic.twitter.com/3FwmJn7aOZ
— FHingar (@fhingar) June 12, 2020