Manchester United er eins og önnur félög að undirbúa sig fyrir endurkomu í ensku úrvalsdeildina. Í fyrsta sinn geta Paul Pogba og Bruno Fernandes spilað saman.
Fernandes gekk í raðir United í janúar en Pogba var meiddur og gat ekkert spilað með honum. Fernandes gerði frábærlega fyrir United.
Ensk blöð segja að Ole Gunnar Solskjær vinni nú í því að fá þá til að ná saman og er sagður hafa ákveðið hvar hann kemur Pogba fyrir. Ensk blöð segja að Pogba muni spila fyrir aftan framherjann, í hinni frægu holu.
Fernandes ku svo eiga að vera ögn aftar og svo er spurning hver spilar sem varnarsinnaður miðjumaður. Fernandes hefur haft gríðarleg áhrif á leik United.
Hann stendur fremst í allri tölfræði sem kemur að því að búa til og skora mörk eins og sést hér að neðan.