Pepsi Max-deild karla hefst á laugardag þegar stórveldin Valur og KR eigast við. Mikil spenna er fyrir deildinni en deildin hefst tæpum tveimur mánuðum síðar en áætlað var vegna kórónuveirunnar
Deildin verður spennandi á toppi og botni í sumar en liðin fengu lítinn tíma til undirbúnings vegna kórónuveirunnar.
Eins og iðulega hafa sumir leikmenn meira að sanna en aðrir eftir slakt tímabil árið á undan. Hér að neðan eru tíu leikmenn sem þurfa að sanna snilli sína á vellinum í sumar.