KR vann Pepsi Max-deild karla í fyrra með miklum yfirburðum en hvergi er liðinu spáð sigir í deild þeirra bestu í ár. Val er spáð sigri í deildinni og það kom einnig fram í spá fyrirliði, þjálfara og forráðamanna í dag.
Margir furða sig á þessu, Valur var 23 stigum á eftir KR á síðustu leiktíð. ,,Ég hef enga skýringu á því, okkur var spáð 4-5 sæti í fyrra og engin breyting á liðinu frá því í fyrra. Við misstum Skúla Jón og fengum engan í staðinn ef ég tek út Emil Ásmunds sem verður ekkert með, við erum búnir að missa frábæran leikmann í Skúli. Hann var mikið meiddur en hjálpaði okkur á lokasprettinum, það getur fullt haft áhrif á þá sem eru að spá. Tölfræði, saga, ekki bara horft á liðið,“ sagði Rúnar Kristinsson þegar við ræddum við hann í dag.
Rúnar gerði frábærlega með KR í fyrra en er meðvitaður um að liðið þarf að hafa meira fyrir hlutunum í ár ef liðið ætlar sér að vinna Pepsi Max-deildina annað árið í röð.
„Við sáum Val spila frábæran fótbolta í desember og janúar. Valsmenn áttu off season í fyrra, frábæran hóp, frábæran þjálfara og öflugan aðstoðarmann með honum. Valur vill ekki vera í þeirri stöðu að vera svona langt á eftir Íslandsmeisturunum eins og þeir voru í fyrra. Þeir gíra sig upp og leggja mikið kapp á sig að bæta árangurinn frá því í fyrra. Hafa bætt við sig og eru með frábæran þjálfara sem kemur með ferska vinda inn í góðan leikmannahóp.“
Undirbúningstímabilið fyrir deildina er allt öðruvísi en áður vegna kórónuveirunnar. Hvernig hefur KR gengið að komast í gírinn? „Það hefur gengið hægt, við vorum þungir í æfingaleikjunum en rifum okkur upp á móti Víking. Við hlupum meira í þeim leik, það er gott að sjá hvað þarf til svo sigur vinnist. Við erum að nálgast okkar besta ef við spilum eins og gegn Víking.“
Smávægileg meiðsli eru í leikmannahópi KR. Björgvin Stefánsson er meiddur og Kristján Flóki Finnbogason er að koma til baka. „Björgvin er ekkert að æfa með okkur, fékk sprautu í fyrradag og honum líður betur núna. Kristján Flóki æfir 80-90 prósent af æfingunni.“
Deildin hefst á laugardag með leik Vals og KR á Hlíðarenda, stórveldin úr Reykjavík og liðin sem eiga að berjast um þann stóra. „Leikurinn klukkan 20:00 á laugardegi og Valsmönnum spáð titlinum alls staðar og eru með frábært lið. Við þurfum að mæta þangað eins og við gerum venjulega. Við erum með ágætis tölfræði þar og ég sjálfur, við gerum okkur grein fyrir leiknum. Þetta eru erfiðir leikir, þetta eru tvö lið sem berjast vonandi á toppnum í sumar.“
Mótið er spilað þétt og Rúnar er meðvitaður um að KR hefur ekki efni á því að byrja illa. „Það vilja allir sjálfstraust með sér úr fyrstu umferðunum, það er auðveldara að vinna með liðið áfram ef það gengur vel í byrjun. EF þú ert fimm stigum frá toppnum eftir 3-4 umferðir þá er mótið svo stutt og þá kemur stress inn í þetta. Það er mikilvægt að reyna að halda í við toppinn í byrjun og missa menn ekki á undan sér.“