

Sporting Index hefur tekið fram reiknivélina og sett upp formúlu til að reikna út hvernig enska úrvalsdeildin endar.
Það eru margir sem bíða eftir því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað nú þegar pásan langa er á enda. Deildin fór í hlé vegna kórónuveirunnar.
Áhugavert verður að sjá hvernig deildin fer af stað en ljóst er að fríið fer ekki eins vel í alla.
Sporting Index hefur skoðað hvernig félögin hafa staðið sig á lokasprettinum síðustu ár og reiknað út hvernig tímabilið endar. Það eru ekki góðar fréttir fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga hans í Manchester United.
Svona endar deildin ef Sporting Index hefur rétt fyrir sér.
