N´Golo Kante miðjumaður Chelsea er byrjaður að treysta sér aftur til vinnu nú þegar stutt er í að enski boltinn fari aftur af stað.
Kante hafði fengið frí frá æfingum þegar þær hófust á nýjan leik, hann óttast að fá kórónuveiruna.
Allir sem koma að ensku úrvalsdeildinni eru prófaðir tvisvar í viku og það hefur orðið til þess að Kante telur það öruggt að mæta til æfinga.
Kante mætti á sína fyrstu æfingu í dag með leikmönnum Chelsea en liðið er á leið í harða baráttu um Meistaradeildarsæti.
Kante er einn allra besti miðjumaður deildarinnar og munar öllu fyrir Chelsea að hafa hann í fullu fjöri.