Enska úrvalsdeildin hefur látið öll félög vita að hætta sé hryðjuverkarárásum nú þegar boltinn er að rúlla aftur af stað.
Enski boltinn fer af stað eftir rúma viku en deildin hefur verið í pásu vegna kórónuveirunnar.
Hættumatið í Englandi er þannig að enn séu verulegar líkur á hryðjuverkaárás. Enska deildin vildi minna félögin á það.
Engir áhorfendur verða á leikjunum þegar deildin fer af stað og því hætta á að slakað verði á öryggiskröfum í kringum vellina. Enska úrvalsdeildin vill koma í veg fyrir harmleik.
Því er reglulega hótað að hryðjuverk verði framið á leik í Englandi en hingað til hefur það ekki gerst.