Liverpool er hænuskrefi frá því að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár. Liðið þarf tvo sigra til að klára dolluna. Deildin fer af stað 17 júní eftir pásu vegna kórónuveirunnar.
Ekkert kemur í veg fyrir að Liverpool vinni deildina en Daily Mail fjallar um það að líklega sé byrjað að undirbúa það þegar sá stóri fer á loft.
Myndband af því þegar verið er að grafa nafn Liverpool í bikarinn fer nú eins og eldur í sinu um veraldarvefinn.
Daily Mail segir ekki öruggt að þetta sé bikarinn sem fer á loft en þarna er búið að grafa nöfn fyrri sigurvegara og nafni Liverpool er svo bætt við.
Liverpool’s name already engraved on the Premier League trophy 👀#LFC pic.twitter.com/KwEd65Vzpn
— World Sportsbook Competition (@the_wsbc) June 8, 2020