Breiðablik lagði fram tilboð í Stefán Teit Þórðarson miðjumann ÍA nú á dögunum en því var hafnað. Þetta sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.
Stefán Teitur er 22 ára miðjumaður og lék 20 leiki með ÍA í Pepsi Max-deild karla í fyrra.
Stefán lék sína fyrstu A-landsleiki með Íslandi í upphafi árs en tilboði Breiðabliks var hafnað.
Hjörvar sagði að Skagamenn vildu fá sex milljónir fyrir Stefán. „Það er bara grín? Fá aldrei sex milljónir,“ sagði Mikael Nikulásson um málið.
Skagamenn glíma við mikil fjárhagsavandamál en knattspyrnudeildin var rekinn með 60 milljóna króna halla á síðasta ári. FH keypti Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA á dögunum. Þá hefur Valur reynt að kaupa Tryggva Hrafn Haraldsson.