Cristiano Ronaldo hefur ákveðið að kaupa sér hús á Marbella sem er vinsæll staður fyrir ríka og fræga fólkið þegar haldið er til Spánar.
Ronaldo á hús víða um heiminn og getur ferðast á milli þegar ferill hans er á enda.
Ronaldo keypti húsið á rúmar 200 milljónir en það er tilbúið innan tíðar.
Ef Ronaldo vantar félagsskap gæti hann rætt málin við UFC stjörnuna, Conor McGregor sem keypti sér hús í sömu götu.
Í húsinu er allt það flottasta sem stjarna eins og Ronaldo vill hafa þegar hann slakar á í fríi.